Opið hús í Bílskúrsgalleríinu á Blönduósi

Í dag, fimmtudaginn 28. september, verður opið hús í Bílskúrsgalleríinu við Kvennaskólann á Blönduósi. Þá ætla þeir listamenn sem dvalið hafa í septembermánuði hjá Textílsetri Íslands að bjóða til textílsýningar sem ber heitið Þetta reddast. Það eru listamennirnir Áine Bryne, Clare O.N, Rosa Smiths, Lauren A. Ross, Kristine Woods, Maggie Dimmick, Helena Schlichting og Andreana Donahue sem standa að sýningunni en hún verður opin milli kl. 16 og 18.
 

Allir eru velkomnir.

Fleiri fréttir