Opin hús hjá RARIK í tilefni af 75 ára afmæli

Miðvikudaginn 15. júní verða opin hús á völdum starfsstöðvum RARIK víðsvegar um landið í tilefni af 75 ára afmæli fyrirtækisins.
Þá munu starfsmenn RARIK taka á móti gestum og kynna aðstöðu og starfsemi fyrirtækisins á hverjum stað og bjóða upp á kaffi, afmælistertu og aðrar veitingar. 
Á Norðurlandi verða starfsstöðvarnar á Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri og Þórshöfn opnar milli klukkan 16:00 og 18:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir