Orkuráðstefna á Sauðárkróki
feykir.is
Skagafjörður
18.05.2010
kl. 08.28
Dagana 27. og 28. maí verður haldin ráðstefna á Sauðárkróki á vegum Samorku, sem eru samtök orku og veitufyrirtækja landsins. 150 manns frá öllum raforkufyrirtækjum og tengdum stofnunum landsins verða samankomin í Bóknámshúsi FNV.
Það verður mikil og forvitnileg dagskrá fyrir fagaðila orkugeirans og nokkrir staðir í Skagafirði heimsóttir og skoðaðir. Margir fyrirlesarar verða með erindi og má sjá nokkur nöfn heimamanna. Einnig munu ráðherrar verða viðstaddir og flytja ávörp.
Upplýsingar og dagskrá er hægt að sjá HÉR