-Óska þess heitast að sjá fullan leikvang að fólki

-Mín ósk er sú að fólk fylli stúkuna á vellinum og meira til og virkilega standi við bakið á okkur í leiknum í kvöld en sigur í honum færir okkur skrefi nær sæti á annarri deild að ári, segir Bjarki Már Árnason fyrirliði meistaraflokks Tindastóls í knattspyrnu.

Leikurinn í kvöld er á móti Magna en jafntefli var í fyrri leiknum og dugir nú ekkert nema sigur til þess að koma okkar mönnum áfram í úrslitakeppninni. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og verður frítt inn. –Ég skora á Árna Gísla að mæta með trommuliðið sitt og síðan bara alla hina að mæta með góða skapið og jákvæðnina vel merkta Tindastól því saman þá getum við unnið þetta, bætir Bjarki við.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir