Óskað eftir tillögum að nafni

Frá Hvammstanga. Mynd: KSE.
Frá Hvammstanga. Mynd: KSE.

Grunnskóli Húnaþings vestra óskar eftir tillögum að nafni á skólann og eru allir þeir sem áhuga hafa hvattir til að koma með tillögur sem eru lýsandi og þjálar fyrir skólann, samfélag og umhverfið skólans.

Tillögum er hægt að koma á framfæri á vefsíðum skólans og Húnaþings vestra, undir tenglinum Nafnatillögur grunnskóla 2016. Opið er fyrir innsendingar á tillögum til 12. júní n.k. Að þeim tíma liðnum verur farið yfir tillögurnar og 1-4 tillögum stillt upp til kosninga um nafn á skólann.

Fleiri fréttir