Óttaðist að sjúkraflutningamenn væru hættir störfum

Af vettvangi. Skjámynd af vídeói HBE.
Af vettvangi. Skjámynd af vídeói HBE.

 „Þau gera ekki boð á undan sér slysin,“ segir Höskuldur B.Erlingsson lögreglumaður á Blönduósi á fésbókarsíðu sinni en hann var á frívakt að koma að sunnan á sínum einkabíl í gærkvöldi. „Við Hólabak lendir skyndilega ein bifreiðin sem að ég er á eftir utan vegar og veltur. Þarna varð ég að taka stjórn á vettvangi þar sem að einungis einn af á þriðja tug manna talaði ensku sem og að hlúa að slösuðum og vera í sambandi við 112,“ segir Höskuldur.

Vegna frétta um uppsagnir sjúkraflutningamanna á Blönduósi segist hann hafa vonað að sjúkraflutningamenn væru enn við störf þar sem að um stórt útkall var að ræða og síðustu fréttir að illa gengi að fá stjórnvöld til að semja við þá. „En sjúkk... sem betur fer þá komu þessir toppmenn sem að við eigum fljótt og vel á vettvang og nú er næst að setja öll mín föt í þvott, því að ekki líta þau vel út,“ segir hann í lok færslunnar.

Kalla þurfti eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar að flytja slasaða á sjúkrahús.

Meðfylgjandi myndband birti Höskuldur á fésbókarsíðu sinni af vettvangi.

Þau gera ekki boð á undan sér slysin ! Ég var að koma að sunnan á mínum einkabíl í mínum frítima ( sumsé ekki að vinna ) og dreg uppi lest með 6 bílum við Staðarskála. Ók á eftir þeim norður. Við Hólabak lendir skyndilega ein bifreiðin sem að ég er á eftir utan vegar og veltur. Þarna varð ég að taka stjórn á vettvangi þar sem að einungis einn af á þriðja tug manna talaði ensku sem og að hlúa að slösuðum og vera í sambandi við 112. Ég vonaði bara að sjúkraflutningamenn okkar væru enn við störf þar sem að þetta var stórt útkall og síðustu fréttir voru að illa gengi að fá stjórnvöld til að semja við þá ! En sjúkk... sem betur fer þá komu þessir toppmenn sem að við eigum fljótt og vel á vettvang og nú er næst að setja öll mín föt í þvott, því að ekki líta þau vel út !

Posted by Höskuldur Birkir Erlingsson on 15. maí 2017

Fleiri fréttir