Óvitinn með skemmtileg viðtöl
Nemendur unglingadeildar Blönduskóla tóku viðtöl við fjölda áhugaverðra persóna nú eftir áramótin en þrjú þeirra voru birt í Skólablaðinu Vit sem kom úr fyrir skömmu. Þar sem ekki var pláss fyrir fleiri viðtöl í blaðinu var sú ákvörðun tekin að birta hin viðtölin á Óvitanum.
Fyrsta viðtalið er við Einar Óla Fossdal sem hefur verið áberandi í baráttu hollvina Heilbrigðisstofnunarinna á Blönduósi:
Einar Óli Fossdal fæddist í Keflavík 1966 5. október, foreldrar hans hétu Sigríður og Júlíus Fossdal en þau eru bæði dáin. Júlíus dó 2005, Sigríður dó 2009. Hann átti 10 systkini. Fyrsta árið ólst hann upp í Garðinum á Suðurnesjum.Svo flutti hann til Hólmavíkur átti heima þar í 3 ár. Flutti hann svo til Akureyrar átti heima þar í 5 ár og flutti hann þaðan til Blönduóss og hann hefur átt heima þar síðan.
Hann kláraði Blönduskóla fór svo hann að vinna í Trésmiðjunni Stíganda og var hann þar í tæpt 1 ár fór svo að vinna í Símanum á Blönduósi í 3 ár síðan lá leiðin á sjó og var hann á frystiskipi frá Hvammstanga í 1 og hálft ár. Þá kom nýr frystitogari á Blönduós og hann starfaði í honum í 3 ár. Þá var hann kominn með fjölskyldu og fór í land og varð næturvörður á Hótel Blönduós í tæp 3 ár, þá bauðst honum vinna í Vélsmiðju Húnvetninga og vann Einar Óli þar í bifreiðaviðgerðum og fór þar á samning í bifvélarvirkjum.
3 árum síðar varð fyrirtækið gjaldþrota eftir það bauðst honum vinna sem ráðsmaður á Heilbrigðisstofnun Blönduóss og hefur hann unnið þar síðan, ásamt því að starfa sem sjúkraflutningamaður og árið 2005 fór hann í framhaldsnám í sjúkraflutningum og í dag er hann stjórnandi sjúkraflutningasviðs hjá HSB.
Hann hefur áhuga á bílum og bílaviðgerðum og mannúðarstörfum eins og björgunarsveitinni og Rauða-kross Íslands.
/Arinbjörn Egill, 8. bekk
Fleiri viðtöl má finna HÉR