Páll Þorgilsson vann jólagetraun Byggðasögu Skagafjarðar og Skagfirðingabúðar
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
06.01.2015
kl. 09.34
Dregið var í jólagetraun Skagfirðingabúðar og Byggðasögu Skagafjarðar á Þorláksmessu. Á fimmta hundrað svara bárust og dró Hjalti Pálsson ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar nafn Páls Þorgilssonar á Eyrarlandi í Deildardal. Hlýtur Páll öll sjö bindin sem út eru komin í ritröð Byggðasögu Skagafjarðar.
Páll svaraði rétt spurningunni um hvar Hallgrímur Pétursson er talinn hafa fæðst en það var að Gröf á Höfðaströnd. „Óskum við honum til hamingju með vinninginn,“ segir í fréttatilkynningu.