Pósturinn kynnir Póstbox til sögunnar

Póstmenn kátir eftir uppsetningu á Póstboxi á Blönduósi. MYND AF FB-SÍÐU PÓSTSINS
Póstmenn kátir eftir uppsetningu á Póstboxi á Blönduósi. MYND AF FB-SÍÐU PÓSTSINS

Á Facebook-síðu Póstsins mátti nú á dögunum sjá myndir af hressum köppum við uppsetningu á nýjum Póstboxum Póstsins hér á Norðurlandi vestra. Fyrsta boxið var sett upp við Birkimel í Reykjavík en 30 ný Póstbox verða sett upp víðsvegar um landið nú í ár og hafa nú verið sett upp á Blönduósi og Sauðárkróki.

Í frétt segir að þegar öll Póstboxin eru komin upp verður Pósturinn með um 40 Póstbox um land allt. Þá mun Pakkaportum einnig fjölga á næstunni þannig að afhendingastaðir Póstsins munu tvöfaldast á næstu vikum.

„Það er okkar trú að Póstbox sé einn mikilvægasti þátturinn í þjónustuveitingu okkar til framtíðar en þau eru aðgengileg allan sólarhringinn og auðvelda þar með viðskiptavinum okkar að nálgast sendingar á þeim tímum sem þeim hentar. Þegar öll boxin eru komin upp munu viðskiptavinir geta valið að fá sendingar í það Póstbox sem þeim hentar í nýju appi sem kynnt verður til leiks innan skamms. Við hlökkum til að kynna viðskiptavini okkar enn betur fyrir Póstboxum, Pakkportum og appinu. Við erum að bæta þjónustu okkar mikið með þessum viðbótum og ekki síst á landsbyggðinni þar sem við erum sannarlega að boða byltingu í póstþjónustu,“ segir Elvar Bjarki Helgason, forstöðumaður söludeildar Póstsins.

Sjá nánar >
Og hér líka >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir