Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi 8.-10. september
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
26.08.2016
kl. 21.29
Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi verður haldið dagana 8., 9., 10. september. Því lýkur kl. 18:00. Samkvæmt fréttatilkynningu verður kosið verður í rafrænni kosningu með Íslykli eða rafrænum skilríkjum á heimasíðu Samfylkingarinnar xs.is. Þeir sem eru 67 ára og eldri fá atkvæðaseðil sendan heim sem þeir geta nýtt sér eða kosið rafrænt.
Hægt er að óska eftir póstlögðum kjörseðli hjá formanni kjörstjórnar Geir Guðjónssyni samfo.profkjor.nv(hjá)gmail.com eða í síma 6981036.
Prófkjörið er opið öllum þeim meðlimum Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem eru orðnir 16 ára þann 10. september.
Eftirfarandi bjóða sig fram:
- Guðjón Brjánsson forstjóri, í fyrsta sæti.
- Inga Björk Bjarnadóttir háskólanemi, í annað til fyrsta.
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður, í fyrsta sæti.