Ráðherra í stríð við strandveiðar

Inga Sæland,
Formaður Flokks Fólksins
Inga Sæland, Formaður Flokks Fólksins

Inga Sæland skrifar:

Fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar sjáv­ar­út­vegs­rá­herra um að taka upp svæðaskipt­ingu á kvóta strand­veiðanna á nýj­an leik er at­laga að brot­hætt­um sjáv­ar­byggðum lands­ins. Ákvörðunin er óskilj­an­leg m.t.t. fag­ur­gala VG í kosn­inga­bar­átt­unni sl. haust. Flokk­ur fólks­ins for­dæm­ir þess­ar hug­mynd­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.

Flokk­ur fólks­ins minn­ir á að strand­veiðikerf­inu var komið á af hálfu rík­is­stjórn­ar til að bregðast við áliti Mann­rétt­inda­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna, sem taldi kvóta­kerfið brjóta á mann­rétt­ind­um sjó­manna. Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra er með fyr­ir­huguðum breyt­ing­um að ganga gegn jafn­ræði til veiða sem strand­veiðunum var ætlað að tryggja. Ráðherr­ann vill ganga hér svo miklu mun lengra í sér­hags­muna­gæslu fyr­ir kvótakónga en nokk­urn skyldi gruna. Að sama skapi er ein­beitt­ur vilji ráðherr­ans að ganga frek­lega gegn hags­mun­um strand­veiðisjó­manna og brot­hætt­um sjáv­ar­byggðum.

Bar­átt­an fyr­ir frjáls­um strand­veiðum er mann­rétt­inda­bar­átta. Bar­átta fyr­ir at­vinnu­frelsi og bú­setu­rétti. Tak­mark­an­ir á at­vinnu­frelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn kref­ur og gæta verður að meðal­hófi og jafn­ræði. Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra ger­ir það ekki með því að taka aft­ur upp svæðaskipt­ingu og út­hluta afla á hvert svæði. Þar er ein­ung­is verið að deila og drottna og valda tog­streitu á milli svæða. For­sæt­is­ráðherra, sem skreyt­ir sig sem bar­áttu­mann fyr­ir mann­rétt­ind­um, hef­ur ekki lyft fingri þegar kem­ur að rétt­ind­um íbúa sjáv­ar­byggðanna til strand­veiða. Þar hafa mátt­laus dygðaskreyt­inga­lög sætt for­gangi, sem lík­lega mun aldrei reyna á.

Flokk­ur fólks­ins berst fyr­ir frjáls­um hand­færa­veiðum. Strand­veiðar eru grund­völl­ur fyr­ir til­vist sjáv­ar­byggðanna í kring­um landið. Al­gjört lág­mark er að sú sátt sem náðist á síðasta kjör­tíma­bili um nú­ver­andi strand­veiðikerfi með 48 daga til veiða sé tryggð.

Flokk­ur fólks­ins legg­ur sér­staka áherslu á, að frjáls­ar strand­veiðar munu aldrei! ógna líf­rík­inu í kring­um landið. Strand­veiðar valda minnstu raski í haf­rým­inu og hafa minnsta kol­efn­is­fót­sporið. Afla­há­mark, sem tak­mark­ar fisk­veiðar, á aðeins að ná til þeirra veiða sem ógna fiski­stofn­um. Það gera hand­færa­veiðar svo sann­ar­lega ekki. Strand­veiðar eru þær veiðar sem hafa haldið lífi í sjáv­ar­byggðum í kring­um landið. Það er því al­gjör­lega óverj­andi að nokk­ur skuli láta sig detta í hug að ráðast að þess­ari lífs­björg brot­hættra sjáv­ar­byggða sem strand­veiðarn­ar eru.

Íbúar sjáv­ar­byggðanna eiga rétt á að nýta sjáv­ar­auðlind­ina þannig að fjöl­skyld­urn­ar geti lifað af fisk­veiðum. Sá rétt­ur verður ein­ung­is tryggður með frelsi til strand­veiða. Flokk­ur fólks­ins mun taka þátt í þeirri bar­áttu fyr­ir fólkið í land­inu. Það er bar­átta fyr­ir at­vinnu­frelsi og bú­setu­rétti íbúa sjáv­ar­byggðanna, þar sem byggð hef­ur alla tíð byggst á fisk­veiðum. Fólkið fyrst, svo allt hitt!

Höfundur er formaður Flokks fólksins.

 

Höfundur: Inga Sæland

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir