Ráðið í stöðu ferðamálafulltrúa A-Húnavatnssýslu

Þórdís Rúnarsdóttir. Mynd: Húni.is
Þórdís Rúnarsdóttir. Mynd: Húni.is
Þórdís Rúnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu ferðamálafulltrúa Austur-Húnavatnssýslu. Þórdís er menntuð sem ferðamálafræðingur frá Háskólanum á Hólum og er auk þess með diplómu í viðburðastjórnun og landvarðarréttindi og hefur hún unnið margvísleg störf sem tengjast ferðaþjónustu , verkefnastjórnun og viðburðastjórnun.  Þórdís kemur frá Reykjanesbæ en meðan á námi stóð bjó hún á Hólum í Hjaltadal. Hún mun setjast að á Blönduósi ásamt sonum sínum tveimur sem eru á grunnskólaaldri. 
 
Í starfi ferðamálafulltrúa felst meðal annars umsjón og rekstur upplýsingamiðstöðvar í Austur-Húnavatnssýslu, vinna við stefnumótun og markaðssetningu ferðamála á svæðinu í samráði við Ferðamálafélag Austur-Húnavatnssýslu og aðra samstarfsaðila, og vinna að ferðamálatengdum verkefnum.
Ráðning í stöðu ferðamálafulltrúa er samstarfsverkefni Ferðamálafélags A-Hún, Þekkingarsetursins á Blönduósi, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps og Skagabyggðar. Alls bárust sex umsóknir um starfið.
 

Upplýsingamiðstöðin verður staðsett í bókasafninu á Blönduósi og opin frá 9-17 alla virka daga.

Fleiri fréttir