Rafmagn að komast á á Norðurlandi vestra

Myndin er tekin við tengivirkið í Hrútatungu í nótt og birt á Facebooksíðu Landsnets.
Myndin er tekin við tengivirkið í Hrútatungu í nótt og birt á Facebooksíðu Landsnets.

Eftir mikla vinnu í nótt við að hreinsa tengivirkið í Hrútatungu tókst að spennusetja virkið um klukkan fimm í morgun og rafmagn komst í kjölfarið á Vesturlínu til Mjólkár, notendur á norðanverðum Vestfjörðum fá enn rafmagn í gegnum varafl. Notendur á norðvesturlandi fá nú rafmagn frá flutningskerfinu, segir á Facebooksíðu Landsnets.

Á heimasíðu Rarik segir að flutningslína Landsnets til Sauðárkróks sé komin í lag og Sauðárkrókur því kominn með rafmagn eftir að hafa verið með varaaflskeyrslu og skömmtun rafmagns síðasta sólarhringinn.

Ástandið á Norðurlandi vestra er að lagast og eru Langidalur og Svínadalur að mestu komnir með rafmagn en alvarlegar truflanir eru enn á Norðurlandi. Hrútatunga kom inn um klukkan fimm í morgun og þá fékk stór hluti Húnaþings vestra rafmagn. Unnið er að því að koma Hrútafirðinum inn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir