Rekstur A og B hluta Blönduósbæjar jákvæður um 54 millj. kr.

Rekstrartekjur Blönduósbæjar árið 2016 námu 982,7 millj. kr. samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta sem er 86 millj. kr. hærri tekjur en fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir. Tekjur samstæðunnar hækka um 141,7 millj. á milli ára sem gerir um 17% hækkun tekna.

Rekstrargjöld hækka um 57 millj. kr. milli ára eða um 7,3 %. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 90,4 millj. kr. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta er jákvæð um 54 millj.kr. Skuldir og skuldbindingar samtals eru 1.237.194 þús.kr. í árslok 2016 en voru 1.204.728 þús.kr. árið á undan.

Tekin voru ný langtímalán að upphæð 70,0 millj.kr. Afborganir langtímalána ársins 2016 voru 79,7 millj.kr. Eigið fé samstæðunnar um síðustu áramót var 658.896 þús.kr.

Skuldahlutfall Blönduósbæjar fer lækkandi úr 143,2% í 125,9% í árslok 2016 en skuldaviðmið samkvæmt reikningsskilareglum er 112,1% miðað við 128,3% árið á undan. Skuldaviðmið A-hluta Blönduósbæjar er 89,2% í árslok 2016. 

Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Blönduósbæjar frá fundi sem haldinn var  13. júní sl.

Fleiri fréttir