Samkaup Úrval á Skagaströnd verður Kjörbúðin

Að undangenginni mikilli vinnu og framkvæmd kannana verður Samkaups verslunum víða um land breytt á komandi mánuðum og munu mynda nýja keðju sem heitir Kjörbúðin. Meðal þeirra er Samkaup Úrval á Skagaströnd sem opnar í dag.

„Lágt verð alla daga“ er loforð sem Kjörbúðin gefur neytendum en allar helstu nauðsynjar til heimilisins verður í boði á hagstæðu verði. Kjörbúðinni er ætlað að þjónusta bæjarbúa með því að bjóða gott úrval, lágt verð og ferskar vörur. Með því vill Samkaup gera viðskiptavinum sínum um allt land kleift að versla daglega allar helstu nauðsynjavörur á samkeppnishæfu verði.

Samkaup reka um 50 verslanir víðsvegar um landið, m.a. á Skagaströnd og á Blönduósi, og er eitt af stærstu verslunarfyrirtækjum á Íslandi. Verslanir Samkaupa spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til hverfisverslana í íbúðahverfum. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúð, Úrval og Strax. Staða Samkaupa er sterk utan höfuðborgarsvæðisins en félagið rekur einnig verslanir í Reykjavík og nágrenni. Eigendur Samkaupa eru þúsundir félagsmanna í Kaupfélagi Suðurnesja, Kaupfélagi Borgfirðinga og KEA ásamt nokkur hundruð beinna hluthafa.

Kjörbúðin Skagaströnd opnar í dag klukkan 12:00 og verða stórgóð opnunartilboð á fjölbreyttum matvörum alla helgina.

Fleiri fréttir