Sauðárkrókskirkja opin vegna ljósadagsins

Í tilefni af ljósadeginum í dag, 12. janúar verður Sauðárkrókskirkja opin milli kl. 16.00 og 18.00. Þar er hægt að kveikja á kertum til minningar um látna ástvini.

Ljósadagurinn er haldinn til minningar um Önnu Jónu Sigurbjörnsdóttur, en hún lést þennan dag fyrir ári síðan. Eru Skagfirðingar hvattir til að kveikja á útikertum eða luktum, til minningar um látna ástvini.

Fleiri fréttir