September-körfuboltahátíð á laugardaginn

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls stendur fyrir september-körfuboltahátíð á laugardaginn kemur í íþróttahúsinu á milli kl. 13 og 15. Settar verða upp körfuboltaþrautir, farið í leiki og að lokum verða grillaðar pylsur ofan í mannskapinn.

Meðlimir unglingaráðs auk þjálfara verða á staðnum til viðtals og leikmenn meistaraflokks munu kíkja í heimsókn. Ekki verður um mjög formlega dagskrá að ræða, heldur er markmiðið að hittast og eiga góða körfuboltastund í sameiningu.

Iðkendur og foreldrar þeirra eru velkomnir sem og þeir sem fræðast vilja um starfið sem framundan er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir