Síðasta Lýðheilsugangan á Króknum

Stelpurnar voru duglegri við gönguna líkt og áður en hér er hópurinn samankominn við Gönguskarðsárvirkjun. Mynd: Ágúst Guðmunndsson.
Stelpurnar voru duglegri við gönguna líkt og áður en hér er hópurinn samankominn við Gönguskarðsárvirkjun. Mynd: Ágúst Guðmunndsson.

Vaskur 18 manna hópur gekk í gær upp að Gönguskarðsárvirkjun. Var þetta fjórða og síðasta Lýðheilsuganga Ferðafélags Skagfirðinga í samvinnu við FÍ í tilefni að 90 ára afmælis móðurfélagsins. Veður var hið ákjósanlegasta, hlýr andvari og þurrt.

Göngustjóri ferðarinnar, Sigríður Ingólfsdóttir. Mynd: Ágúst Guðmundsson.

 Göngustjóri Ferðafélagsins var að þessu sinni Sigríður Ingólfsdóttir. Kom hún sterk inn og miðlaði fróðleik og sögum til göngumanna. Sigríður þekkir hverja þúfu uppi á Móum. Gengið var niður Kristjánsklauf og rifjað upp hverjir höfðu búið í húsunum sem urðu á vegi okkar, segir Ágúst Guðmundsson á fésbókarsíðu sinni en hann á einnig myndirnar sem fylgja þessari frétt.

Fleiri fréttir