Síðasta Lýðheilsugangan á Króknum
feykir.is
Skagafjörður
28.09.2017
kl. 10.51

Stelpurnar voru duglegri við gönguna líkt og áður en hér er hópurinn samankominn við Gönguskarðsárvirkjun. Mynd: Ágúst Guðmunndsson.
Vaskur 18 manna hópur gekk í gær upp að Gönguskarðsárvirkjun. Var þetta fjórða og síðasta Lýðheilsuganga Ferðafélags Skagfirðinga í samvinnu við FÍ í tilefni að 90 ára afmælis móðurfélagsins. Veður var hið ákjósanlegasta, hlýr andvari og þurrt.
Göngustjóri Ferðafélagsins var að þessu sinni Sigríður Ingólfsdóttir. Kom hún sterk inn og miðlaði fróðleik og sögum til göngumanna. Sigríður þekkir hverja þúfu uppi á Móum. Gengið var niður Kristjánsklauf og rifjað upp hverjir höfðu búið í húsunum sem urðu á vegi okkar, segir Ágúst Guðmundsson á fésbókarsíðu sinni en hann á einnig myndirnar sem fylgja þessari frétt.