Síðdegissamkomur í Húnabúð í Skeifunni í mars
Ýmis málefni hafa komið fram á þessum fundum en að þessu sinni verður fjallað um húnvetnsku kirkjurnar. Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, mun greina frá kirkjum vestan Gljúfurár og sýna myndir á fyrsta fundinum, því næst fjallar Jón Torfason, sagnfræðingur, um kirkjurnar austan Gljúfurár með sérstakri áherslu á Þingeyrakirkju. Nýlega gerði Ragnhildur Þórðardóttir á Merkjalæk líkan af kirkjunni sinni á Auðkúlu og verður það til sýnis á fundinum. Á síðasta fundinn mætir góður gestur og ljósmyndari norðan frá Blönduósi, Skarphéðinn Ragnarsson sem hefur farið vítt um hérað sitt, vestur fyrir Horn og víðar með myndavél sína og náð glæsilegum myndum. Á þeim sama fundi greinir Tómas Gunnar Sæmundsson frá sveitunga sínum, Erlendi Jónssyni, ljóðskáldi og bókmenntafræðingi og lesið verður úr ljóðum hans.
Fundirnir verða sem hér segir:
1. mars: Kirkjur í Húnaþingi vestan Gljúfurár. Þór Magnússon fyrrum þjóðminjavörður.
8. mars: Kirkjur í Húnaþingi austan Gljúfurár. Jón Torfason sagnfræðingur. Líkan af Auðkúlukirkju/Ragnhildur Þórðardóttir.
15. mars: Erlendur Jónsson bókmenntafræðingur og ljóðskáld. Tómas Gunnar Sæmundsson. Myndasýning úr Húnaþingi. Skarphéðinn Ragnarsson Blönduósi.
Boðið verður upp á kaffisopa og kleinu. Aðgangseyrir er 1.000 kr.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.