Sigurjón Rúnar fór holu í höggi

Á Opna Ólafshúss mótaröðinni hjá Golfklúbbi Sauðárkróks s.l. miðvikudagskvöld náði Sigurjón Rúnar Rafnsson að slá draumahöggið er hann fór holu í höggi þegar hann sló með 5- járni á 3. braut.

Sigurjón hefur fiktað við golfið í nokkur ár en það er fyrst núna í sumar sem hann hefur tekið golfið af einhverri alvöru. Þegar hann er spurður út í það af hverju hann hafi notað 5- járn segir hann hlæjandi: -Það er út af því að ég er svo lélegur kylfingur og einnig út af veðrinu. Vanir kylfingar hefðu líklega notað 7-járn. í grunnin var þetta bara grís að fara holu í höggi. En sem betur fer voru vitni að þessu.

En hver skyldu viðbrögðin hafa verið hjá Sigurjóni þegar kúlan rataði í holuna? –Við öskruðum félagarnir saman og trufluðum fólk á næstu brautum. Meðspilararnir Gunnar Þór Gestsson og Guðmundur Gunnarsson áttu sinn þátt í því að skapa augnablikið sem skilaði þessum árangri.

Sigurjón er annar kylfingurinn hjá GSS sem fer holu í höggi í sumar en Reynir Barðdal náði því einnig fyrr í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir