Sigurjón syndir úr Drangey

Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins og sveitarstjórnafulltrúi í Skagafirði lauk rétt í þessu svo kölluðu Drangeyjar sundi sem er ögn styttri sundleið en sjálf Grettissundið. Með Sigurjóni synti Sarah Jane Caird sem í fyrra synti Grettissund.

Sigurjón synti vegalengdina á 2.05 klukkustundum sem er með betri tímum sem mælst hafa á þessari leið en þegar blaðamaður spurði hann hvernig hann hafi verið útbúinn sagðist hann hafa smurt júgursmyrsli á tærnar sem er þó líklega ekki alveg allur sannleikurinn.

Sigurjón hefur áður getið sér gott orð sem sjósundmaður en hann var með efstu mönnum í sjósundkeppni á Landsmóti UMFÍ sem haldið var á Akureyri.

Feykir óskar þeim Sigurjóni og Söruh til hamingju með glæsilegan árangur en myndir munu berast þegar þau hafa hlýjað sér í Grettislaug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir