Silla borgarar til styrktar Stólastúlkum – koma svo!

Borgarinn hjá Silla kokki slær allt út. MYND AF FB
Borgarinn hjá Silla kokki slær allt út. MYND AF FB

Feykir var búinn að nefna það í byrjun vikunnar að hinn margverðlaunaði Silli kokkur mætir á Krókinn í dag og selur hamborgara til styrktar kvennaliði Tindastóls í Bestu deildinni. Það kostar nokkra aura að halda úti liði í efstu deild og sannarlega stórmagnað framtak hjá Silla að standa þétt við bakið á liðinu okkar.

Borgararnir hans Silla þykja einstaklega gómsætir en í dag verður bara í boði ein sort, einn djúsi ríkisborgari. Stelpurnar okkar verða á staðnum og taka á móti greiðslu en borgarinn fer á 2.500 krónur. Þeir sem vilja styrkja stelpurnar enn frekar geta bætt við einhverjum krónum eða þúsundköllum ef þeir eru í sólskinsskapi.

Silli kokkur mun parkera matarvagninum við Vallarhúsið á Króknum og vaktin stendur frá klukkan fjögur til átta.

Þessu má bara enginn missa af!

Fleiri fréttir