Sinfó í sundi
Sinfóníuhljómsveit Íslands á 75 ára afmæli í ár og hefur í tilefni af afmælinu boðið upp á fjölmarga viðburði það sem af er ári. Næst á dagskrá hjá sveitinni eru tónleikarnir Klassíkin okkar. Tónleikunum verður ekki aðeins sjónvarpað í beinni útsendingu heldur verða þeir einnig í boði í fjölmörgum sundlaugum landsins undir heitinu Sinfó í sundi. Tónleikarnir verða haldnir föstudaginn 29. ágúst og hefjast kl. 20.
Sundlaugarnar á Hvammstanga, Blönduósi og í Skagafirði munu bjóða gestum sínum að hlusta á tónleikana á meðan sundferðinni stendur. Sándboxum verður stillt upp á sundlaugarbakkanum og látið heyrast vel.
Vonandi munu sem flestir taka þátt í þessari skemmtilegu tónlistarupplifun sem þarna verður boðið upp á. /hmj