Skagfirski Kammerkórinn heimsækir Blönduós
Þriðjudaginn 16.desember verða jólatónleikar Skagfirska kammerkórsins í Blönduóskirkju og hefjast tónleikarnir kl.20.
Að sögn Kristjáns Valgarðssonar verða á dagskrá gömul og góð jólalög í bland við nýrri og verður m.a. frumflutt nýtt fallegt jólalag sem var samið fyrir kórinn í tilefni af 25 ára afmæli kórsins, lagið er eftir Auði Guðjohnsen og ljóðið eftir Sigurð Hansen í Kringlumýri Skagafirði.
Á tónleikunum koma fram ungir söngnemendur Elvars Loga Friðrikssonar og syngja nokkur lög með kórnum. Eyþór Wechner leikur undir á píanó og orgel og Katrín Karlinna Sigmundsdóttir leikur á flautu. Stjórnandi kórsins er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Aðgangur er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum sem fara í að bæta aðgengi fyrir alla í kirkjunni. Hlökkum til að sjá ykkur og eiga fallega og góða aðventukvöldstund með ykkur.
Kórinn verður síðan með tónleika í Hóladómkirkju 19. desember klukkan 20:00
