Skora á stjórnvöld að bregðast við áður en fleiri slys hljótist af

Kvenfélag Svínavatnshrepps hefur áhyggjur af vegfarendum, ekki síst skólabörnum, sem fara um lélega malarvegi í Húnavatnshreppi en ástand vega þar er algjörlega óásættanlegt að mati kvenfálagsins og þó víðar væri leitað.
Kvenfélag Svínavatnshrepps sendir frá sér eftirfarandi ályktun:
Ástand malarvega Í Húnavatnshreppi er algjörlega óásættanlegt. Skorar Kvenfélagið á Vegagerðina og aðra sem málið varðar að bregðast við sem fyrst. Telur félagið íbúa í mikilli hættu vegna þessa ástands og hefur stórar áhyggjur af hvað getur gerst ef fram heldur sem horfir. Vill félagið benda á að skólabörn Húnavallaskóla þurfa að fara þessa hættulegu vegi tvisvar á dag alla virka daga. Auk þess eru íbúar hreppsins að sækja vinnu utan heimilis og þurfa að fara daglega þessa slæmu vegi. Skorar Kvenfélagið á stjórnvöld og alla þá sem málið varðar að bregðast við áður en fleiri slys hljótast af.