Skortur á heitu vatni torveldar atvinnuuppbyggingu á Blönduósi

Frá Blönduósi. MYND: ÓAB
Frá Blönduósi. MYND: ÓAB

Morgunblaðið sagði frá því í umfjöllun sl. mánudag að at­vinnu­hús­næði í Húna­byggð f ekki heitt vatn og viðbúið að at­vinnu­upp­bygg­ing verði tor­veld af þeim sökum að sögn Guðmund­ar Hauks Jak­obs­son­ar, for­seta sveit­ar­stjórn­ar Húna­byggðar. Með ákvörðunum sveit­ar­stjórna Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps, Húna­byggðar og Ása­hrepps, um að staldra við í skipu­lags­mál­um orku­mann­virkja, sé í raun komið virkj­ana­stopp á Íslandi.

Guðmundur Haukur rifjar upp að raf­orku­fyr­ir­tækið RARIK hafi fest kaup á Hita­veitu Blönduóss fyrir átján árumen á þeim tíma hafi ráðamenn litið svo á að starf­semi RARIK á Blönduósi yrði efld. Síðan þá hafi starfs­mönn­um RARIK á Blönduósi fækkað um u.þ.b. helm­ing.

„Því miður virðist ekki vera for­gangs­atriði hjá RARIK að afla meira af heitu vatni fyr­ir svæðið. Það rík­ir hálf­gert sam­skipta- og upp­lýs­inga­leysi. Það er ekk­ert upp­lýs­ingaflæði frá RARIK. Við vit­um ekki hvenær þeir ætla að bora aft­ur eða gera eitt­hvað til þess að reyna að tryggja ör­yggi á þess­ari orku fyr­ir svæðið. Við höf­um enga tíma­línu og ég er ekki einu sinni viss um að þeir hafi hana sjálf­ir,“ seg­ir Guðmund­ur í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir