Skotmenn á leið á sterkt mót í Danmörku
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
06.04.2009
kl. 08.42
Fréttir af núverandi og fyrrverandi félögum úr Skotfélaginu Markviss er það helst að tveir þeirra taka þátt í skotmóti í Holstebro á Jótlandi um páskana. Um er að ræða árlegt mót, Holstebro Paske Grand Prix, þar sem meðal keppenda eru vanalega sterkustu skotmenn Dana.
Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Íslendingar eiga fulltrúa á þessu móti. Þarna verða þeir Guðmann Jónasson frá Markviss og Hákon Þór Svavarsson, kenndur við Litladal, ásamt þremur öðrum keppendum frá Íslandi.
/Húni.is