Skráning á Svínavatn 2018
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
26.02.2018
kl. 10.45
Ísmótið Svínavatn 2018 verður haldið laugardaginn 3. mars. Í fréttatilkynningu frá hestamannafélaginu Neista segir að ísinn sé afbragðs góður og að vel líti út með veður og færi.
Keppnisgreinar á mótinu eru A-flokkur, B-flokkur og tölt.
Skráning er á sportfengur.com hjá Hestamannafélaginu Neista. Lokað verður fyrir skráningu á miðnætti miðvikudaginn 28.febrúar. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma.
Ráslistar og aðrar upplýsingar verða birtar á heimasíðu mótsins, is-landsmot.is, þegar nær dregur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.