Skrapatungurétt, - hestar, handverk og hamingja

Um helgina verður hin árlega stóðsmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt þar sem Skarphéðinn Einarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu verður fjallkóngur og leiðsegir ferðamönnum í smöluninni. Allir geta tekið þátt í reiðinni, hægt er að mæta með eigin hest eða leigja af heimamönnum.

Þetta árið er viðburðurinn með breyttu sniði en nú verður eingöngu smalað hrossum og þýðir það að fyrr verður komið í Skrapatungurétt en áður. Hægt er að kynna sér allt um viðburðinn á Facebook síðunni Skrapatungurétt Hestar - Handverk og Hamingja.

Dagskráin er svohljóðandi: 

Föstudagurinn 15. september:

Kl. 17.00 - Gjaldfrjáls nátthagi fyrir hross að Strjúgsstöðum, norðan afleggjara, við veginn. 
Kl. 17.30 – 21.30 - Handverksmarkaður í Félagsheimilinu á Blönduósi.
KL. 20.00 - Súpukvöld í Félagsheimilinu á Blönduósi.

Laugardagur 16. september: 

Kl. 9.30 - Lagt af stað frá Strjúgsstöðum í Langadal.
Kl. 9.30 - Lagt af stað frá Gautsdal.
Kl. 12.00 - Áning í Kirkjuskarði.

Kjötsúpa og fleiri veitingar til sölu – ATH enginn posi á staðnum.
 
Kl. 14.00 - Riðið af stað frá Kirkjuskarði.
Kl. 16.00 - Dagskrá hefst í Skrapatungurétt.
                   Uppboð á hrossum.
                   Baráttan um Skrapatunguréttarbikarinn.
                   Söngur- gleði og gaman.
                   Næturhólf fyrir hross í boði fyrir þá sem vilja.

Kl. 23.00 - Stóðréttarball með Greifunum í Félagsheimilinu á Blönduósi.
                   Opinn bar – aldurstakmark 18 ár.

Sunnudagur 17. september:
Kl. 11.00 - Stóðréttir í Skrapatungurétt.
                   Veitingasala í réttarskúr á meðan réttarstörfum stendur.

 

 

Fleiri fréttir