Snjóflóð í Norðfirði - Myndir

Frá snjóflóðasvæðinu í Neskaupstað. Myndir: Landsbjörg.
Frá snjóflóðasvæðinu í Neskaupstað. Myndir: Landsbjörg.

Snjóflóð féll í Norðfirði í nótt vestan leiðigarða við Urðarteig og segir á Facebooksíðu Lögreglunnar á Austurlandi að flóðið hafi farið yfir Strandgötu og í sjó fram.

Unnið er að rýmingu á tilteknum svæðum í Neskaupstað og hafa björgunarsveitir gengið í þau hús sem þarf að rýma. Íbúar sem fara úr húsum sínum hafa getað leitað í Egilsbúð þar sem tekið er á móti þeim. Aðrir íbúar Neskaupstaðar hafa verið beðnir um að halda sig heima við. Öllu skólahaldi var aflýst í Fjarðabyggð sem og almenningssamgöngum.

Meðfylgjandi eru ljósmyndir frá Landsbjörgu eru frá snjóflóðasvæðinu í Neskaupstað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir