Söngskemmtun á Skagaströnd í dag
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
30.04.2010
kl. 09.52
Kór eldri borgara í Húnaþingi verður með söng og upplestur í bundnu og óbundnu máli í Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag, föstudaginn 30. apríl kl. 16:00.
Stjórnandi er Kristófer Kristjánsson, sem leikur jafnframt á hljómborð.
Á harmoniku leikur Einar Þorláksson.
Enginn aðgangseyrir og er verkefnið styrkt af
Menningarráði Norðurlands vestra.