Söngurinn ómar hjá unga fólkinu

Nú er kórastarfið hjá grunnskólakrökkunum í Árskóla að hefjast að nýju og búið að setja niður æfingar.  Í vetur fjölgar þeim sem halda utan um kórinn því Tomas R. Higgerson og Rögnvaldur Valbergsson verða undirleikarar en Jóhanna og Íris verða áfram stjórnendur.

Á Sauðárkróki verða æfingar sem hér segir: 

1. – 3. bekkur æfir í Árskóla við Freyjugötu á miðvikudögum kl. 14:40 – 15:20.  Æfingatíminn var ákveðinn í samráði við Árvist og einnig út frá æfingatöflu Tindastóls.  Íris verður með æfingarnar og verður fyrsta æfing miðvikudaginn 22. september.

4. – 7. bekkur æfir í sal Tónlistarskólans á fimmtudögum kl. 15:00 – 16:00.  Æfingatíminn var ákveðinn eftir stundaskrám bekkjanna. Íris og Tom verða með æfingarnar og er fyrsta æfing fimmtudaginn 23. september.

8. – 10. bekkur æfir í Árskóla í tónmenntastofu (áður félagsmiðstöð) á miðvikudögum kl. 15:30 – 16:30.   Íris og Rögnvaldur verða með æfingarnar og er fyrsta æfing miðvikudaginn 22. september.

Einu sinni í mánuði verður sameiginleg æfing hópanna í Varmahlíð og á Sauðárkróki á föstudögum í tengslum við Frístundastrætóinn.

Skráning í kórinn fer fram hjá ritara Árskóla s: 4551100 eða á netfangið irisb@arskoli.is eða hannaoskars@hotmail.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir