Sr. Gísli í Glaumbæ kjörinn í kirkjuráð

Nýtt kirkjuráð var kjörið á kirkjuþingi í dag. Í ráðinu sitja tveir fulltrúar vígðra og tveir fulltrúar leikmanna, kjörnir af þinginu, auk biskups Íslands sem er forseti kirkjuráðs. Sr. Gísli Gunnarsson í Glaumbæ í Skagafirði er annar hinna vígðu fulltrúa en ráðið er kjörið til fjögurra ára.

Í ráðinu sitja:
Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi leikmanna
Stefán Magnússon, fulltrúi leikmanna
Sr. Elínborg Gísladóttir, fulltrúi vígðra
Sr. Gísli Gunnarsson, fulltrúi vígðra
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sem jafnframt er forseti ráðsins.

Fleiri fréttir