Starf héraðsdýralæknis Norðvesturumdæmis laust til umsóknar

Landinu er skipt í fjögur umdæmi. Í hverju umdæmi er umdæmisstofa MAST þar sem héraðsdýralæknir sinnir opinberu eftirliti með heilbrigði og velferð dýra og framleiðslu búfjárafurða á svæðinu. Mynd af mast.is.
Landinu er skipt í fjögur umdæmi. Í hverju umdæmi er umdæmisstofa MAST þar sem héraðsdýralæknir sinnir opinberu eftirliti með heilbrigði og velferð dýra og framleiðslu búfjárafurða á svæðinu. Mynd af mast.is.

Laust er til umsóknar starf héraðsdýralæknis Norðvesturumdæmis og auglýsir Matvælastofnun eftir metnaðarfullum og jákvæðum einstakling í starfið. Samkvæmt því sem fram kemur á Starfatorgi er um fullt starf að ræða með áherslu á stjórnun og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Héraðsdýralæknir í Norðvesturumdæmi er með aðsetur á Sæmundargötu 1, á Sauðárkróki og nær yfir 17 sveitarfélög á Norðurlandi vestra og Vestfirði; Akrahrepp, Árneshrepp, Blönduósbæ, Bolungarvíkurkaupstað, Dalabyggð, Húnavatnshrepp, Húnaþing vestra, Ísafjarðarbæ, Kaldrananeshrepp, Reykhólahrepp, Skagabyggð, Strandabyggð, Súðavíkurhrepp, Sveitarfélagið Skagafjörð, Sveitarfélagið Skagaströnd, Tálknafjarðarhrepp og Vesturbyggð.

Héraðsdýralæknir stýrir starfsmönnum umdæmis en meginhlutverk starfsmanna er að sinna eftirliti en hann vinnur jafnframt að aukinni velferð og bættu heilbrigði og sjúkdómavörnum dýra og manna í umdæminu og stýrir stjórnvaldsaðgerðum.

Skoða á mast.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir