Stóð rekið yfir Blönduósbrú

Skjáskot úr myndbandi á Facebooksíðu Róberts Daníels. MYNDIR: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON
Skjáskot úr myndbandi á Facebooksíðu Róberts Daníels. MYNDIR: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON

Það var talsvert sjónarspil nú á föstudaginn þegar stóð var rekið til Laxárdalsréttar í gegnum Blönduós. Rétt eins og hinir fararskjótarnir þá urðu hrossin að fara yfir Blönduósbrú. Það var Haukur Suska Garðarsson, hestaferðafrömuður frá Hvammi II í Vatnsdalnum, sem fór fyrir hópnum

Að sjálfsögðu var Róbert Daníel Jónsson ljósmyndari mættur á staðinn og hann festi atburðinn á myndir. Á Facebook-síðu hans má sjá drónamyndband sem sýnir reksturinn frá skemmtilegu sjónarhorni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir