Stofnfundur foreldrafélags fyrir foreldra langveikra barna í Skagafirði

Í kvöldi klukkan 20:00 verður haldinn í Húsi Frítímans formlegur stofnfundur Félags foreldra langveikra barna og barna með ADHD/ADD í Skagafirði.

Drög að markmiðum félagsins eru:

-          að vera samstarfsvettvangur foreldra

-          að gæta hagsmuna langveikra barna og barna með ADHD/ADD og fjalla um mál sem snerta almenna/opinbera þjónustu þeirra, t.d. skóla-, frítíma- og félagsþjónustu.

-          að miðla upplýsingum og standa fyrir fræðslu um hina ýmsu sjúkdóma eða raskanir og stuðla að opinberri umræðu.

-          að hafa samstarf við opinbera aðila í Skagafirði um velferð langveikra barna og barna með ADHD/ADD

-          að gefa þessum fjölskyldum tækifæri til að hittast og eiga góðar stundir saman.

Gestir fundarins verða þær Ingibjörg Karlsdóttir formaður ADHD samtakanna og Ragna K. Marinósdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju (félag til stuðnings langveikum börnum).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir