Stúlkan og hrafninn í vinnustofunni í Listakoti Dóru

Næstkomandi laugardag, þann 11. júlí, verður opnuð sýningin Stúlkan og hrafninn í vinnustofunni í Vatnsdalshólum. Sýningin er byggð á þjóðsögunni sem varð til þegar Skíðastaðaskriða féll árið 1545.

Listamennirnir túlka sína sýn á þjóðsögunni. Þetta er samsýning ellefu listamanna úr Skagafirði, Húnavatnssýslum og Reykjavík. Sýningin verður opnuð klukkan 11 og er opin til 23. Sýningin verður opin í mánuð á opnunartíma Listakots Dóru sem er klukkan 12-17 frá laugardegi til mánudags og eftir samkomulagi. Vinnustofan er rekin af listamanninum Hólmfríði Dóru Sigurðardóttur  sem vinnur að list sinni og handverki á staðnum. Verkefnið er styrkt af SSNV og Húnaprent. 

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir