Styrkja fólkið í Pakistan
feykir.is
Skagafjörður
18.08.2010
kl. 16.16
Þær Ásta Lilja Gísladóttir og systurnar Sigrún og Guðrún Vernharðsdætur , taldar frá vinstri á myndinni, söfnuðu saman dóti í herbergjunum sínum og héldu tombólu. Þetta dót voru þær hættar að leika sér með, en töldu að einhverjir aðrir mundu vilja nota það. Reyndist þetta rétt hjá þeim því tombólan gekk vel og þær færðu Skagafjarðardeild Rauða krossins alla peningana, sem reyndist vera kr. 5.500,-
Þær tóku fram að þær vildu að peningarnir færu í hjálpargögn fyrir fólkið í Pakistan sem er í nauðum statt vegna mikilla flóða.. Rauði kross Íslands er einmitt með söfnun í gangi fyrir þetta fólk.
Rauði krossinn þakkar vinkonunum fyrir hugulsemina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.