Sundæfingar í nýju lauginni á Blönduósi

Nýja sundlaugin á Blönduósi heldur áfram að vera í fullri notkun þó nú sé komið haust en á morgun miðvikudaginn 20. október hefjast sundæfingar fyrir börn á grunnskólaaldri í sundlauginni, þjálfari verður Kristín Kristjánsdóttir.

Til að byrja með verða æfingar tvisvar í viku, í það minnsta fram að jólum – en um smá tilraun er að ræða.

Skipt verður í yngri og eldri hóp; í yngri hóp verða börn fædd 1999 og síðar og í eldri hóp börn fædd 1995 - 1998. Athugið að þessi skipting gæti breyst, en hún fer nokkuð eftir fjölda á æfingum.

Æfingar verða á mánudögum og miðvikudögum. Yngri hópur kl. 17 á mánudögum og kl. 18 á miðvikudögum. Eldri hópur kl. 18 á mánudögum og kl. 18:45 á miðvikudögum.

Verð fram að jólum er kr. 3200 fyrir yngri hóp en kr. 4000 fyrir eldri hóp.

Nánari upplýsingar í síma 863-6037 hjá Berglindi eða í síma 849-0703 hjá Kristínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir