Sundlaug Sauðárkróks opnuð á ný
feykir.is
Skagafjörður
16.06.2014
kl. 10.26
Sundlaug Sauðárkróks hefur nú verið opnuð á ný eftir endurbætur. Lauginni var lokað um miðjan maí vegna viðhalds og stóð þá til að viðgerðir tækju 2-3 vikur en þær drógust á langinn.
Það sem eftir er sumar verður opið á hefðbundnum sumaropnunartíma. Á morgun, 17. júní, verður opið frá kl 10-17. Alla virka daga er opið frá 6:50-21 og um helgar frá 10-17.