Sundlaugin á Hofsósi opin allan sólarhringinn um helgina
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
13.08.2010
kl. 11.17
Sundlaugin á Hofsósi opnaði kl. 09.15 í morgun og verður samfelld opnun til kl 16.00 á sunnudaginn. Sundlaugin á Hofsósi hefur vakið mikla athygli í sumar og var í sumar valin á síðum DV ein af bestu sundlaugum landsins.
Útsýnið úr lauginni eru engu líkt og verður nú gaman að geta sýnt gestum þessa sundlaug og þá frábæru lýsingu sem er við sundlauina um helgina, segir Sævar Pétursson íþróttafulltrúi sveitarfélagsins.
Gjald fyrir sundgesti eftir kl 20.00 er 500 krónur. Börn yngri en 16 ára fá ekki aðgang á nóttunni nema í fylgd með fullorðnum og er það í samræmi við útivistarreglur barna.
Sævar vill koma því á framfæri að neysla áfengis í eða við laugina er stranglega bönnuð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.