Sundleikfimi á Blönduósi

Sundlaugin Blönduósi. Mynd: Facebooksíða Sunddeildar Hvatar.
Sundlaugin Blönduósi. Mynd: Facebooksíða Sunddeildar Hvatar.

Nú eru tímar í sundleikfimi að hefjast i sundlauginni á Blönduósi. Það er sunddeild Ungmennafélagsins Hvatar sem stendur fyrir þessu fjögurra vikna námskeiði sem hófst í dag. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:20-11:00 og er námskeiðið frítt að því undanskildu að þátttakendur þurfa að borga aðgangseyri í sundlaugina. Þjálfari er Ásta María Bjarnadóttir.

Í auglýsingu um námskeiðið segir að æfingarnar sem gerðar eru á námskeiðinu séu rólegar og léttar og henti öllum aldri. Æfingar í vatni hafi verið mjög vinsælar þar sem ekki er álag á liðamót og geti þær því dregið úr verkjum og styrkt í leiðinni litla sem stóra vöðva.

Skráning er í tölvupósti á hvotsund@hotmail.com, á Facebooksíðu sunddeildarinnar eða hjá Ástu Maríu í síma 845-9056.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir