Sunnudagsljóðið
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
21.05.2017
kl. 16.36
Sunnudagsljóðið að þessu sinni heitir Undur og er eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur.
Undur
Í nótt gerðist kraftaverk:
greinar kastaníunnar opnuðust
og örlítil lauf teygðu sig
móti sólinni.
Það var vorið sem kom.
Kom það í dúnléttu skýi
utan úr blámanum
eða úr hvítri gufu
sem lagði upp frá rakri moldinni?
Kannski var það í næturgolunni
sem var hlýrri en í gær?
Ég veit það ekki
þetta skeði í nótt
meðan ég svaf.