Sveitarstjórn Blönduósbæjar fagnar sameiningarviðræðum
Sveitarstjórn Blönduósbæjar hefur tilnefnt þá Valgarð Hilmarsson og Hörð Ríkharðsson í samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Þær Oddný María Gunnarsdóttir og Anna Margrét Jónsdóttir voru tilnefndar til vara.
Á sameiginlegum fundi sveitarstjórna í Austur-Húnavatnssýslu í lok ágúst var samþykkt ályktun þar sem því var beint til sveitarstjórna að þær tækju, hver fyrir sig, afstöðu til þess hvort hefja skyldi formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga sýslunni og að þær tilnefndu jafnframt fulltrúa í sameiningarnefnd væri vilji til þess.
Á fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar í gær var því fagnað að sameiningarferli sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu sé hafið og samþykkti sveitarstjórn samhljóða að taka þátt í þeim viðræðum.