Svínavatn 2018
Laugardaginn 3. mars getur hestaáhugafólk glaðst þar sem ísmót verður haldið á Svínavatni í A-Hún. Keppt verður í A- og B flokki gæðinga og opnum flokki í tölti.
Í tilkynningu frá undirbúningsnefnd segir að fyrirkomulag verði með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar birtar á Feyki.is, hestanetmiðlum og á heimasíðu mótsins þegar nær dregur.