Talþjálfun í gegnum netið

Þórdís Hauksdóttir, fræðslustjóri Austur-Húnavatnssýslu, og Tinna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Tröppu, við undirritun samningsins í húsakynnum Tröppu í Aðalstræti, Reykjavík. Mynd: Trappa ehf.
Þórdís Hauksdóttir, fræðslustjóri Austur-Húnavatnssýslu, og Tinna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Tröppu, við undirritun samningsins í húsakynnum Tröppu í Aðalstræti, Reykjavík. Mynd: Trappa ehf.

Þann 30. mars sl. undirrituðu Félags- og skólaþjónusta Austur-Húnavatnssýslu og Trappa ehf. samning til tveggja ára sem lýtur að talmeinaþjónustu í skólum og leikskólum sveitarfélaganna og munu fyrstu börnin byrja fljótlega í talþjálfun. Sveitarfélögin í A-Húnavatnssýslu bættust þar með í stóran hóp sveitarfélaga sem nýta sér slíka þjónustu en Trappa býður upp á talþjálfun fyrir börn og fullorðna í gegnum fjarbúnað.
Í Bandaríkjunum hefur talþjálfun hefur verið stunduð í mörg ár í gegnum tölvu og er nú orðin að veruleika á Íslandi. Einstaklingar setjast niður í skóla eða heima en talmeinafræðingur er staðsettur á skrifstofu Tröppu í Aðalstræti í Reykjavík. Aðgengi eykst til muna og tími talmeinafræðinga og aðstandenda nýtist betur auk þess sem þekking yfirfærist til sérfræðinga í skólum eða heilbrigðisstofnunum. Trappa er í samstarfi og í þróunarvinnu með öðrum sérfræðingum að auki.

Greiningar verða áfram í höndum Ingibjargar Huldar Þórðardóttur, talmeinafræðings A-Hún.

Hér sjást Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri Austur-Húnavatnssýslu og Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Tröppu við undirritun samningsins í húsakynnum Tröppu í Aðalstræti, Reykjavík. 

Fleiri fréttir