Tap hjá Tindastóli í kvöld
feykir.is
Íþróttir
24.10.2008
kl. 22.45
Tindastóll sótti ekki gull í greipar þeirra suðurnesjamanna í Grindavík í kvöld í Iceland-Express deildinni. Heimamenn sigurðu nokkuð örugglega 113 - 95 eftir að hafa haft yfir í hálfleik 53-50. Svavar Birgisson og Sören Flæng voru stigahæstir Tindastólsmanna með 20 stig og tóku þeir báðir 7 fráköst. Einnig var framlagseinkunn þeirra jöfn eða 17. Darrell Flake var með 20 í framlagseinkunn en hann skoraði 18 stig og tók 6 fráköst. Tölfræði leiksins má finna HÉR.