Telja mikilvægt að brugðist verði við lökum árangri í PISA-könnunum

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði í vikunni fram skýrslubeiðni til mennta- og barnamálaráðherra um læsi. Skýrslubeiðnin var samþykkt á Alþingi á miðvikudag en alls eru 20 flutningsmenn á málinu, þeirra á meðal ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

Með skýrslubeiðninni er þess óskað að mennta- og barnamálaráðherra flytji Alþingi skýrslu þar sem m.a. verður fjallað um gögn um læsi á Íslandi og þróun læsis frá aldamótum, hvaða rannsóknir og kannanir hafi verið gerðar á stöðu læsis á Íslandi frá aldamótum og hvaða úrræði standi þeim til boða sem eigi í lestarerfiðleikum.

Vilhjálmur segir ljóst að mælingar og rannsóknir á árangri þeirra kennsluaðferða sem stuðst er við innan leik- og grunnskóla hérlendis séu afar takmarkaðar. Eðlilegt fyrsta skref til að bregðast við þeim vanda sé að tekin verði saman skýrsla um læsi og þróun læsis samanborið við önnur Norðurlönd til þess að greina megi hvort þörf sé á frekari könnunum sem miði sérstaklega að íslenskum nemendum og þeim kennsluaðferðum sem stuðst er við hér á landi, svo frekar megi greina stöðu íslenskra barna.

Slóð á skýrslubeiðnina má finna HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir