Telja verðmun afurðastöðvanna óásættanlegan

Mynd: Bbl.is
Mynd: Bbl.is
Á almennum félagsfundi í Félagi sauðfjárbænda í Austur-Húnavatnssýslu sem haldinn var á Blönduósi þann 25. febrúar síðastliðinn var skorað á stjórn SAH Afurða ehf. að bæta innleggjendum sauðfjárafurða upp þann mikla mun sem var á verði þeirra og annarra afurðastöðva haustið 2017.
 

Að því er segir í samþykkt fundarins nam meðal verðmunur SAH-Afurða og annarra afurðastöðva 13% síðasta haust miðað við uppbætur sem aðrar afurðastöðvar hafi greitt. Félagar FSAH telja þennan mikla mun algerlega óásættanlegan.

Jafnframt samþykkti fundurinn að fela stjórn Félags sauðfjárbænd í Austur-Húnavatnssýslu að leita allra leiða til að tryggja bændum á svæðinu sambærilegt afurðaverð við aðra.

Fleiri fréttir