Það er komið blátt reiðhjól

Það er komið blátt reiðhjól, lásinn er inn, út, inn, inn, út. Þessi setning var einu sinni á allra vörum hjá þeim sem sáu Stuðmannamyndina, Með allt á hreinu, er bláa reiðhjólið kom fram á miðilsfundi. Nú hins vegar hlutgerðist  blátt reiðhjól á dögunum á  Sauðárkróki þar sem það birtist einn morguninn fyrir utan hús í Háuhlíðinni.

Að öllu gamni slepptu þá hafði „dyggur lesandi Feykis.is“ samband og vildi láta vita að í nokkurn tíma hefði blátt Treck 820 reiðhjól staðið fyrir utan húsið hjá honum og enginn hirt um að sækja það og taldi hann að einhver hefði tekið það ófrjálsri hendi og skilið það eftir þarna.

Þeir sem kunna að sakna bláa hjólsins geta nálgast það í Háuhlíð 14 eða fengið nánari upplýsingar  í síma 8998520

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir